Wednesday, 28 November 2007
af verkefnum
Jæja,, þá er ég búinn að minda firir loka verkefnið mitt í skólanum þessa önnina. Nú á ég bara eftir að setja saman söguna svo úr verði eitthvað skiljanlegt og skrifa textann með.
Hitti Árna Torfa í morgun og við fórum ifir þær 110 mindir sem ég hafði valið að væri boðlegar.. fækkuðum þeim með örlitlum hvalræðum niður í 55 og svo niður í 49 og loks í neðri helming fjórða tugsins.. þá prentuðum við þær allar út og veggfóðruðum borðstofuborðið á Kristnibrautinni með þeim... bjuggum til nokkra flokka og náðum loks að setja saman einn flokk með þeim mindum sem okkur þótti góðar og áhugaverðar og þjóna hlutverki í sögunni.
Þetta tók ekki nema 6 klst.
Sagan samanstendur núna af 13 mindum, og er það okkur fullkomlega ómögulegt að fækka þeim meir. Ég má s.s. skila 12 mindum sexstánda des. Nú vonast ég til að bretar almennt og kennararnir mínir sérstaklega hafi tínt niður hæfileikanum til að telja.
Á morgun ætla ég að hitta Svavar Knút, sem er álíka mikill snillingur í að semja texta og Árni er að taka mindir. Hann ætlar s.s. að hjálpa mér með texta gerð. Ég lít á það sem gríðarlegan kost á persónu minni hversu duglegur ég er að þjóðníta hæfileika annarra.
Núna er hægt að sjá allar mindirnar á flickr síðunni minni... en linkinn á hana er að finna hér til hægri... ----->
Saturday, 24 November 2007
skólinn
verkefnið sem ég er að gera í skólanum núna er að gera hús á verslunar götu (Powis street í Woolwich Arsenal) með búðum á jarðhæð og íbúðum á efri hæðunum. lóðunum á götunni var skipt á milli okkar svo við erum að endurgera alla götuna. í gær röðuðum við í fyrsta skipti modelunum okkar saman og mynduðum götuna, mjög skemmtilegt :) vantaði að vísu slatta af bekknum svo að þetta verður líklega enn þá betra þegar allir mæta.
vil líka benda á að svarti kallinn á götunni er minnkuð útgáfa af mér :)
Sunday, 18 November 2007
Billi á heimleið
Jæja, þá er það komið á hreint að ég kem heim núna á miðvikudaginn (21) um miðnættið og bruna af stað vestur snemma á fimmtudagsmorgun. Ég geri svo ráð firir að koma suður aftur sunnudaginn (2des) og á flug til Londonsins eldsnemma á mánudag. Ég á því ekki von á að geta hitt fólk í þessari heimsókn, en mun auðvitað láta heira í mér ef ég lík verkefninu firir vestan fljótt.
Heimasíminn (íslenska númerið 496-1914) okkar er eitthvað bilaður þessa dagana, og því er ekki hægt að hringja neitt í okkur nema í gegnum breskusímana okkar.
Heimasíminn (íslenska númerið 496-1914) okkar er eitthvað bilaður þessa dagana, og því er ekki hægt að hringja neitt í okkur nema í gegnum breskusímana okkar.
Thursday, 15 November 2007
Heimasiða
Ég er búin að opna heimasíðuna mína. þið getið séð hana á www.billi.is Þetta er sem sagt mindasíða sem Árni bjó til firir mig. Ég mun samt henda inn mindum á flickr síðuna mína líka. Myndum sem ég tek firir skólann osfrv.
Ég er enn að reina að komast heim til að minda firir skólann. Hugmindin var s.s. að taka mindir af pólskri fjölskildu sem bír úti á landi og amk 1 fjölskildumeðlimur vinnur í fiskverkun. Ef þið þekkið einhvern svoleiðis endilega látið mig vita.
Ég er enn að reina að komast heim til að minda firir skólann. Hugmindin var s.s. að taka mindir af pólskri fjölskildu sem bír úti á landi og amk 1 fjölskildumeðlimur vinnur í fiskverkun. Ef þið þekkið einhvern svoleiðis endilega látið mig vita.
Tuesday, 13 November 2007
hobbitahus
í dag fór ég til Hassocks (nálægt Brighton) til að vinna hópverkefni. Ein bekkjarsystir mín býr þar í aukahúsi tengdaforeldra sinna. Tengdapabbi hennar er arkitekt og hannaði húsið sem að fjölskyldan býr í. Það hús er eins og klipt út úr ævintýri, engin horn, turn og sundlaug. Þetta hvíta sem að sést á myndinni er tjald yfir sundlauginni og verönd. Það átti að vera hægt að taka það niður eftir veðri en það er víst ekki alveg að ganga.
Eldhúsið er eiginlega kringlótt og þar með eldhús innréttingin líka og í herbergjunum eru borð sem að liggja alveg með veggnum og inn í öll skot. Bæði inni og úti er hraunáferð á veggjunum. Steypan er eiginlega bleik á litin og þeim lit var haldið.
Eldhúsið er eiginlega kringlótt og þar með eldhús innréttingin líka og í herbergjunum eru borð sem að liggja alveg með veggnum og inn í öll skot. Bæði inni og úti er hraunáferð á veggjunum. Steypan er eiginlega bleik á litin og þeim lit var haldið.
Monday, 12 November 2007
íslandið
hér með tilkinnist það að ég er líklega á heimleið.
Kem líklegast heim á fimmtudag (hugsanlega samt miðvikudagskvöld) geri ráð firir að stoppa stutt í höfuðborginni og leggja í hann vestur eins fljótt og auðið er. Það eru því allar líkur á að ég hitti alls engan í þessu stoppi, nema auðvitað mömmu og pabba.
Verð firir vestan í rúma viku og flíg aftur út á mánudegi. Veit ekki hversu lengi ég mun stoppa í höfuðborginni í það skiptið, fer eftir því hvernig gengur að minda firir vestan. Þetta er í það minnsta planið í dag, á von á pósti í dag eða á morgun um hvort planið gengur eftir. Ef ekki þá mindi ég koma heim í næstu viku.
Wednesday, 7 November 2007
bonfire night
Í gær þá fórum við í lesarferð til Lewes til að kanna bonfire night. Menn eru sum sé að minnast þess að Guy Fawkes reyndi að sprengja upp breska þingið 5.nóv 1605. Fyrsti terroristinn! þeir sem að vilja kynna sér málið nánar geta farið inn á http://cliffebonfire.com/
Við mættum á staðinn um 3 leitið og þá voru búðareigengdur farnir að loka búðunum og byrjaðir að byrgja gluggana. Um 6 byrjuðu hátíðarhöldin með tunnu hlaupi. Fólk var með hálfar tunnur á hjólum fullar af eld og hljóp með þær á eftir sér. Á eftir komu svo hópar af fólki í mismunadi búningum með kyndla, sumir voru með krossa í ljósum logum. Þetta fólk gekk um göturnar í 3 tíma og enduðu þessar göngur hjá varðeldunum. Við komumst aldrei á varðeld því að við þurftum að ná síðustu lest heim. Mér var hins vegar sagt að þar hafi páfinn (og fleiri) verið sprengdur í loft upp. Þetta var hin besta skemmtun og virtust allir í bænum taka þátt, mjög heimilislegt :) Vona að þeim hafi gengið vel að þrífa eftir herlegheitin í dag.
Fleiri myndir af bonfire night á flikrinu hans billa.
Paris
París var góð. Mikið um labb, byggingar, rauðvín og góðan mat. Ekki mikið um svefn. Náði að kynnast bekkjarfélögum mínum nokkuð vel. Er næstum farinn að skilja írsku strákana, skilst reyndar að enginn skilji þá almennilega :) Set hér með mynd frá síðasta kvöldinu. Einn kennarinn sagði okkur frá þessum veitingastað og teiknaði upp kort og allt. Okkur tókst samt að villast og vorum orðin mjög svöng þegar við fundum hann. Þetta var lítill krúttlegur staður og allt á frönsku. Tvær af bekkjarsystrum mínum kunna smá frönsku svo að við gátum allavega útilokað það sem að við vildum ekki borða. Þegar kom svo að því að panta þá reyndist gamli franski þjónninn kunna ensku. Fengum gott að borða og drekka.
Subscribe to:
Posts (Atom)