Wednesday 7 November 2007

Paris


París var góð. Mikið um labb, byggingar, rauðvín og góðan mat. Ekki mikið um svefn. Náði að kynnast bekkjarfélögum mínum nokkuð vel. Er næstum farinn að skilja írsku strákana, skilst reyndar að enginn skilji þá almennilega :) Set hér með mynd frá síðasta kvöldinu. Einn kennarinn sagði okkur frá þessum veitingastað og teiknaði upp kort og allt. Okkur tókst samt að villast og vorum orðin mjög svöng þegar við fundum hann. Þetta var lítill krúttlegur staður og allt á frönsku. Tvær af bekkjarsystrum mínum kunna smá frönsku svo að við gátum allavega útilokað það sem að við vildum ekki borða. Þegar kom svo að því að panta þá reyndist gamli franski þjónninn kunna ensku. Fengum gott að borða og drekka.

1 comment:

Þórunn said...

Mmmm, mig langar líka til Parísar!