Sunday 24 February 2008

Myndir ársins

gleði og hamingja á heimilinu eftir að tilkinnt var um úrslit í keppni blaðaljósmindirarafélagsíslands. Fékk verðlaun firir mindasögu ársins sem ég gerði á Suðureiri seint á síðasta ári.

Thursday 14 February 2008

gæsir


síðustu daga hafa þrjár gæsir hafist við í inngarðinum í skólanum mínum. þær eru mjög hressar. garðurinn er mjög mikið notaður svo að þær eru oft umkringdar nemendum og virðast þær vera mjög hissa á hátterni þeirra. þær standa yfirleitt í röð og ef að þær fara á milli staða í garðinum þá labba þær alltaf í halarófu.

Sunday 10 February 2008

Wednesday 6 February 2008

heimsóknir

þórunn og bjarki kíktu í heimsókn á meðan billi var í útlandinu.


auður og árni komu til okkar í janúar.


orðið á götunni er að merton road jafnist á við 5 stjörnu hótel!

Sunday 3 February 2008

af London

eða öllu heldur á leið til London, í þessum töluðum orðum.

Hef eitt einum 45 tímum í flugvélum eða á flugvöllum undanfarna 11 daga og á eftir amk 5. Tvær uppáhaldsstaðir í lífi mínu, flugvélar og flugvellir.

Mozambík var hress, hressleikinn allsráðandi. Ætla að koma mér soldið heim. Sofa pínulítið og kíkja svo á mindirnar.. er pínulítið aðeins búinn að skoða þær og líst vel á afraksturinn, Kannski maður pósti bara einhverju hér inn annaðkvöld.

Hei já, keirði líka 1700km í 35 stiga hita... íslendingar eru alltaf að monta sig á hitaveitunni okkar, en kuldaveitan í Fordinum er líklegast besta uppgötvun síðan harry potter..

já ogég er í Lisbon, hef nú komið tvisvar til Lisbon, ákafleg hrein flugvallarbiggingin í Lisbon. Einusinni hef ég komið til S-afríku, ég var ákaflega þreittur í þær 60 mínútur sem ég dvaldi þar og get því ekki tekið aðrar áliktanir en að svefnsíki sé landlægt vandamál, allaveganna í terminal 1