Wednesday 30 April 2008

70-70-58

þá er 2/3 hluti einkunanna í komin í hús. 70 - 70 - 58. Allt firir ofan 70 þíðir að maður hefur gert meira en ætlast var til. Nokkuð ánægður með þetta bara. Er ágætlega ofarlega miðað við bekkjarfélaga mína, en fannst einkunirnar í það heila nokkuð háar. 58 fékk ég firir ritgerð sem mér var nokk sama um, skandall samt að vera undir 60. 

Tuesday 22 April 2008

af fríi



eitthvað fór lítið firir mindum af fríi í síðustu færslu.. og þar sem ég veit að lesendur bloggsins hafa verið viðþolalausir vegna þessa hef ég ákveðið að bæta úr því.

Firri mindinn er af fondúi sem við átum í firradag. Lagði kjötið í graslauks/hvítlauks/engifer kriddlög sem bragðaðist eiginlega bara alveg ofsalega vel. og í gær steikti ég lummur vegna þess að ég misreiknaði aðeins hversu mikið við borðum af grjónagraut. Mér fannst upplagt að nota bara tvo 500gr poka af hrísgrjónum, ætti að duga í fondúið og grjónagraut daginn eftir.... 

annars á hún mamma mín afmæli í dag. Til hamingju með afmæli mamma! :)
ætla að horfa á Liverpool tapa firir Chelsea í tilefni dagsins. 

af afmæli og fríi





Um daginn átti ég ansi magnað afmæli. Afmælið sjálft var svo sem bara eins og önnur afmæli. En við héldum upp á það á ansi magnaðan hátt... Fórum m.a. á pönktónleika á klúbb sem var minni en stofan okkar. Þegar við komum heim ákváðum við að gefa hverfis refnum okkar 1/12 af kleinuhringjunum sem við keiptum á leiðinni. 

Restina átum við

Monday 7 April 2008

Thursday 3 April 2008

af tímariti







jæja,, þá er stóra vekefnið þessa önnina búið. lokið.

það er hægt að nálgast það hér ---> smella á þeirri síðu er hægt að smella á linkinn ND.PDF og þar með getur maður halað niður útgáfu af blaðinu sem ætti að opnast sjálfkrafa.

edit: Klúðraðist aðeins, einn ljósmindarinn í hópnum, kúkti uppá bak og við verðum því að vinna aðeins meira í tímaritinu. Það er því ekki aðgengilegt almenningi ennþá. En hér getið þið séð söguna sem ég gerði í Mósambík fyrr á þessu ári. 

Ég legg svo til að fólk fari að bjóða mér vinnu hvað úr hverju.

billi