Thursday, 14 February 2008

gæsir


síðustu daga hafa þrjár gæsir hafist við í inngarðinum í skólanum mínum. þær eru mjög hressar. garðurinn er mjög mikið notaður svo að þær eru oft umkringdar nemendum og virðast þær vera mjög hissa á hátterni þeirra. þær standa yfirleitt í röð og ef að þær fara á milli staða í garðinum þá labba þær alltaf í halarófu.

2 comments:

sib said...

dýr geta átt til óútskýranlega heimskulega hegðun. á tímabili var bakgarðurinn á Lokastígnum alltaf fullur af köttum (eins og reyndar Þingholtin öll). einu sinni tóku þeir upp á að elta hver annan eins og kettir gera, nema hvað þessi kettir eltu mjög hægt. þetta var svona slow-mo eltingaleikur, mjög undarlegur og krípí. ég held að þeir hafi komist í einhver sljóvgandi efni kettirnir. svei mér þá..

hlín said...

það er víst nó af þeim líka í þingholtunum!