Wednesday, 7 November 2007

bonfire night


Í gær þá fórum við í lesarferð til Lewes til að kanna bonfire night. Menn eru sum sé að minnast þess að Guy Fawkes reyndi að sprengja upp breska þingið 5.nóv 1605. Fyrsti terroristinn! þeir sem að vilja kynna sér málið nánar geta farið inn á http://cliffebonfire.com/
Við mættum á staðinn um 3 leitið og þá voru búðareigengdur farnir að loka búðunum og byrjaðir að byrgja gluggana. Um 6 byrjuðu hátíðarhöldin með tunnu hlaupi. Fólk var með hálfar tunnur á hjólum fullar af eld og hljóp með þær á eftir sér. Á eftir komu svo hópar af fólki í mismunadi búningum með kyndla, sumir voru með krossa í ljósum logum. Þetta fólk gekk um göturnar í 3 tíma og enduðu þessar göngur hjá varðeldunum. Við komumst aldrei á varðeld því að við þurftum að ná síðustu lest heim. Mér var hins vegar sagt að þar hafi páfinn (og fleiri) verið sprengdur í loft upp. Þetta var hin besta skemmtun og virtust allir í bænum taka þátt, mjög heimilislegt :) Vona að þeim hafi gengið vel að þrífa eftir herlegheitin í dag.
Fleiri myndir af bonfire night á flikrinu hans billa.

No comments: