Tuesday, 13 November 2007

hobbitahus

í dag fór ég til Hassocks (nálægt Brighton) til að vinna hópverkefni. Ein bekkjarsystir mín býr þar í aukahúsi tengdaforeldra sinna. Tengdapabbi hennar er arkitekt og hannaði húsið sem að fjölskyldan býr í. Það hús er eins og klipt út úr ævintýri, engin horn, turn og sundlaug. Þetta hvíta sem að sést á myndinni er tjald yfir sundlauginni og verönd. Það átti að vera hægt að taka það niður eftir veðri en það er víst ekki alveg að ganga.



Eldhúsið er eiginlega kringlótt og þar með eldhús innréttingin líka og í herbergjunum eru borð sem að liggja alveg með veggnum og inn í öll skot. Bæði inni og úti er hraunáferð á veggjunum. Steypan er eiginlega bleik á litin og þeim lit var haldið.

5 comments:

beamia said...

vaaaá!

Þórunn said...

Jahérna segi ég nú bara. Þetta lítur mjög krúttulega út, en er þetta flott í alvörunni? :)

hlín said...

flott-nei, en athyglisvert, svoldið eins og að vera á setti fyrir bíómynd :)

Unknown said...

hæhæ :) þetta lítur soldið út eins og húsið sem lúna býr í x)

hlín said...

þokkalega!