Wednesday, 28 November 2007
af verkefnum
Jæja,, þá er ég búinn að minda firir loka verkefnið mitt í skólanum þessa önnina. Nú á ég bara eftir að setja saman söguna svo úr verði eitthvað skiljanlegt og skrifa textann með.
Hitti Árna Torfa í morgun og við fórum ifir þær 110 mindir sem ég hafði valið að væri boðlegar.. fækkuðum þeim með örlitlum hvalræðum niður í 55 og svo niður í 49 og loks í neðri helming fjórða tugsins.. þá prentuðum við þær allar út og veggfóðruðum borðstofuborðið á Kristnibrautinni með þeim... bjuggum til nokkra flokka og náðum loks að setja saman einn flokk með þeim mindum sem okkur þótti góðar og áhugaverðar og þjóna hlutverki í sögunni.
Þetta tók ekki nema 6 klst.
Sagan samanstendur núna af 13 mindum, og er það okkur fullkomlega ómögulegt að fækka þeim meir. Ég má s.s. skila 12 mindum sexstánda des. Nú vonast ég til að bretar almennt og kennararnir mínir sérstaklega hafi tínt niður hæfileikanum til að telja.
Á morgun ætla ég að hitta Svavar Knút, sem er álíka mikill snillingur í að semja texta og Árni er að taka mindir. Hann ætlar s.s. að hjálpa mér með texta gerð. Ég lít á það sem gríðarlegan kost á persónu minni hversu duglegur ég er að þjóðníta hæfileika annarra.
Núna er hægt að sjá allar mindirnar á flickr síðunni minni... en linkinn á hana er að finna hér til hægri... ----->
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment