Sunday, 30 March 2008

af tíma

jæja,, þá hefur verið tekinn upp sumartími hér. Höfðum að sjálfsögðu ekki hugmind um það en tölvan og sjónvarpið okkar sáu til þess að við værum með í nútímanum

Tuesday, 25 March 2008

páskarnir

í páskamatinn ætluðum við að hafa fondú mat. eftir að hafa farið í allar búðir á svæðinu fannst engin fýsilegur vökvi til að koma í staðinn fyrir rauðsprittið góða sem lítð mál er að nálgast heima! eftir nokkrar tilraunir með vodka sem fyllti íbúðina af ógeðislykt var klukkan orðinn 9 og við orðinn ansi svöng svo að við keyptum bara indverskt take away.


við áttum svo nóa páskaegg í eftirmat sem að flókinn hans billa og addan hans flóka komu með þegar þau komu í heimsókn í febrúar. súkkulaði gott. takk krakkar :)

Friday, 21 March 2008

af kommentum


vegna gríðarlegra eftirspurna hefur stjórnin ákveðið að öllum skuli vera heimilt að kommenta á þessu bloggi. Áður var valið af handahófi

Wednesday, 19 March 2008

pund

Pundið er komið í 158 kr! Sammkvæmt augnklæi og hausverk undanfarna daga þá er ég augljóslega með ofnæmi fyrir þessari hækkun. Næsta skref á heimilinu er að draga gluggatjöldin fyrir og leggjast í dvala þar til þessari vitleysu er lokið!

Sunday, 16 March 2008

30


billi á afmæli!

Friday, 14 March 2008

af ruslpóstvörnum


Þurfti nauðsinlega að tjá mig á annarramanna bloggi nú rétt áðan. Þetta var á Moggabloggi. á Moggablogginu er ruslpóstvörn sem á líklegast að koma í veg firir að menn pósti rusli.

En ruslvörnin er rusl... hver er summan af sjö og fimmtán... kommon þetta ætti náttlega að vera eitthvað mun sérstakara til að koma í veg firir að ruslmenni séu að kommenta hægri vinstri.

Hver er munuruinn á DNA og RNA í frumum heilkjörnunga?

Sunday, 9 March 2008

af mindbirtingum


Legg til að menn kaupi Morgunblaðið í dag. Þar á ég rétt rúmlega síðu þar sem fjallað er um flóðin í Mósambík.