Tuesday, 25 March 2008

páskarnir

í páskamatinn ætluðum við að hafa fondú mat. eftir að hafa farið í allar búðir á svæðinu fannst engin fýsilegur vökvi til að koma í staðinn fyrir rauðsprittið góða sem lítð mál er að nálgast heima! eftir nokkrar tilraunir með vodka sem fyllti íbúðina af ógeðislykt var klukkan orðinn 9 og við orðinn ansi svöng svo að við keyptum bara indverskt take away.


við áttum svo nóa páskaegg í eftirmat sem að flókinn hans billa og addan hans flóka komu með þegar þau komu í heimsókn í febrúar. súkkulaði gott. takk krakkar :)

5 comments:

beamia said...

ahhh nú skil ég... en bíddu... er ekki nóg að nota sprittkerti fyrir fondú? hmmm... :P

sib said...

haha, flóki dauður í Túbinu...

hlín said...

ekki hugmynd! efast samt um að sprittkerti geti haldið olíu til að steikja kjöt í réttum hita.. eigum samt annan fondu pott sem er minni fyrir súkkulaði og osta fondu og hann er gerður fyrir sprittkerti :)

sib said...

þið hefðuð náttúrulega átt að setja páskaeggin í súkkulaðipotinn og borða páskaeggjafondu! mikið eruð þið annars fullorðin að flytja fonupotinn með ykkur...ég er ekki með neitt nema sushihnífana mína.

Anonymous said...

verði ykkur að því :)
og takk fyrir okkur enn og aftur, hrikalega gaman að koma til ykkar
add