Friday, 21 December 2007

Sunday, 16 December 2007

sustainability og vodka


í gær var jólaboð í skólanum mínum. allir komu með mat fyrir hlaðborð, það varð ansi góð blanda af réttum sem að áttu kannski ekki alveg saman en voru mjög góðir. ég varð náttlega koma með eitthvað íslensk svo að ég fór með REYKA VODKA. fólk var ekki alveg tilbúið í að skella sér í vodkan en flaskan sló í gegn (enda mjög fín). aftan á henni er texti um það hvernig vodkinn er búin til, þar stendur: "The word REYKA drives from the ancient Icelandic word for steam-it is GEOTHERMIC STEAM drawn from the center of the earth that powers ISLAND´S FIRST and ONLY vodka distillery..." Þetta vakti mikla gleði; "The vodka is sustainable!" og eftir það var mun auðveldara að koma honum út. (þeir tala ekki um annað en sustainability hér í uk)


þetta var mjög skemmtilegt jólaboð. eftir matinn þá fórum við niður á skólabarinn og dönsuðum þar til að síðasta lest fór heim, ætlaði nefnilega að læra í dag...


Monday, 10 December 2007

model gatan


hér má sjá hvernig módel gatan okkar leit út á föstudaginn. mitt er merkt með rauðum hring :)
eftir mikið mall með vax og gifs hérna heima þá var þetta útkomann, eiginlega svodið skítamix sem að var ekki alveg að gera sig og ég náði svo sannarlega ekki að klára það (til dæmis er ekkert þak), gaman af því :)

Saturday, 8 December 2007

af 24 stundum



Kíkið endilega á þetta á bls 58-59

Tuesday, 4 December 2007

af mindaseríum

Best að birja á að minna á síðuna mína, www.billi.is
Set seríuna þangað inn um leið og hún verður 100% tilbúin


Þá er ég búinn með hjálp góðra manna að velja mindir í seríuna mína, og meiri að segja velja líka í hvaða röð þær verða. Þetta gekk bara mjög vel, tók samt ótrúlega langan tíma að velja mindirnar, mér hefði eiginlega aldrei dottið það í hug. Gott að fata svona hluti áður en maður fer að vinna í lokaverkefninu...

Átti líka mjög góðan fund uppá 24stundum. Sem endaði mjög vel, Verður gaman að lesa blaðið um helgina ;)

Monday, 3 December 2007

austurvöllur á merton road


í dag þá missti ég í fyrsta skipti af því þegar var kveikt á norska trénu á austurvelli. ég varð því að redda mér mínu eigin tré til að kvekja á. það er ekki frá noregi, það var enginn sem að hélt ræðu á norsku, dómkórinn var hvergi nærri, en á því var kveikt!