Sunday, 16 December 2007
sustainability og vodka
í gær var jólaboð í skólanum mínum. allir komu með mat fyrir hlaðborð, það varð ansi góð blanda af réttum sem að áttu kannski ekki alveg saman en voru mjög góðir. ég varð náttlega koma með eitthvað íslensk svo að ég fór með REYKA VODKA. fólk var ekki alveg tilbúið í að skella sér í vodkan en flaskan sló í gegn (enda mjög fín). aftan á henni er texti um það hvernig vodkinn er búin til, þar stendur: "The word REYKA drives from the ancient Icelandic word for steam-it is GEOTHERMIC STEAM drawn from the center of the earth that powers ISLAND´S FIRST and ONLY vodka distillery..." Þetta vakti mikla gleði; "The vodka is sustainable!" og eftir það var mun auðveldara að koma honum út. (þeir tala ekki um annað en sustainability hér í uk)
þetta var mjög skemmtilegt jólaboð. eftir matinn þá fórum við niður á skólabarinn og dönsuðum þar til að síðasta lest fór heim, ætlaði nefnilega að læra í dag...
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment