Saturday, 24 November 2007

skólinn


verkefnið sem ég er að gera í skólanum núna er að gera hús á verslunar götu (Powis street í Woolwich Arsenal) með búðum á jarðhæð og íbúðum á efri hæðunum. lóðunum á götunni var skipt á milli okkar svo við erum að endurgera alla götuna. í gær röðuðum við í fyrsta skipti modelunum okkar saman og mynduðum götuna, mjög skemmtilegt :) vantaði að vísu slatta af bekknum svo að þetta verður líklega enn þá betra þegar allir mæta.



vil líka benda á að svarti kallinn á götunni er minnkuð útgáfa af mér :)

7 comments:

sib said...

Það segir sig sjálft að svarti kallinn gerir þessi módel að því sem þau eru. Án hans væri engin leið að átta sig á þeim :)

Bryndís said...

very cool. Mini me

billi said...

jamm, þetta væri algjörlega óskiljanlegt ef ekki væri firir mini-hlín :)

beamia said...

vá mér finnst þetta koma mjög vel út! magnað - þið eruð jú ekki búin að vinna neitt mikið saman, er það nokkuð?

Þórunn said...

Þetta er eins og í Palli var einn í heiminum :)
Gaman að sjá það sem þið eruð að gera fyrir skólann. Verðið að halda því áfram.

hlín said...

við erum öll með jafnstórar lóðir og svo eru öll húsin 21m á hæð (6hæðir) þannig að þetta fær svoldið svipað yfirbragð. það verður meiri munur á þeim í næstu viku þegar að fólk er búið að setja framhliðar á módelinn og hætt að nota brúnan pappa! sumir eru samt að vinna saman, samnýta stigakjarna og svoleiðis.

hlín said...

mæli með að allir setjist niður og klippi út mini me fyrir sjálfan sig, það er mjög gott fyrir sjálfstrausstið! við ætlum að vera búin að redda risaeðlu fyrir næstu yfirferð :)