Sunday, 1 February 2009

Ljubljana

Fór í viku skólaferðalag til Sloveníu í janúar. Það var mjög gaman, mjög kalt (-10) og mikið af snjó.





teiknimynda snjókorn


"snjó"hlíf, algeng sjón í Ljubljana


adam og jo á skíðum. héldum að við yrðu strandaglópar á skíðasvæðinu en ótrúlega almennilegur ekki-enskumælandi starfsmaður skutlaði okkur í næsta þorp á lödunni sinni.


ladan góða. við biðum svo í von og óvon í meira en klukkutíma eftir rútunni. eftir að hafa spurt nokkra vegfaraendur þá fundum við tímatöflu á slovensku og það hjálpaði nákvæmlega ekki neitt. hressandi að vera þar sem að maður skilur ekki orð í tungumálinu og engin talar ensku :)

2 comments:

beamia said...

obbosí! gott að þið urðuð ekki strandaglópar :)

annars er til ansisniðug bók - point it - að nafni sem er með ljósmyndum af öllu mögulegu svo maður þurfi nú ekki að leika kjúkling, sturtu og svoleiðis í löndum þar sem maður kann ekki orð í málinu

hlín said...

einmitt, held meira að segja billi eigi svoleiðist. næst verður hún ekki slikil eftir heima!