Wednesday 5 November 2008

leðurblaka

ég sá leðurblöku í fyrstaskipti áðan, hún var að sveima yfir Hogsmill river sem að skólinn minn stendur við, alveg magnað!

7 comments:

Unknown said...

Veit ekki afhverju en mig langar geðveikt að sjá Harry Potter mynd þegar ég las þetta.

Þórunn said...

Hahaha, Harry Potter var lika thad fyrsta sem mer datt i hug. Reyndar er eg alltaf ad hlusta a hljodbækurnar nuna a leidinni i skolann. Svaka stud

sib said...

Til hamingju með þennan merka áfanga kæra Hlín. Ég sé bara litlar feitar kanínur í Elliðaárdalnum á leiðinni í vinnuna þó svo að dalurinn sé ákjósanlegur staður fyrir helli Batmans. Ég vil að Batmanmerkið verði sett á friðarsúlu Joko Ono....

hlín said...

spurning um að fara út í viðey í skjóli nætur og koma merkinu fyrir áður en að verður kveit á henni næst, aldrei að vita nema að batman geti bjargað okkur frá kreppunni...

Anonymous said...

Til hamingju með það, gott að geta glaðst yfir hlutum núna. Ég átti reyndar að komast að einu það er hvar er best að leita sér að leiguhúsnaði í London. Nei ég er ekki að flytja, bróðir minn er að flytja þangað, nema að þið ætlið að redda mér vinnu þar. Sem væri ekki slæmt miðað við ástandið hér.

kv.
Bjarni

billi said...

Það fer alveg eftir því hvar hann vill búa og hvað hann er tilbúinn til að borga í leigu. Er hann að leita sér að herbergi eða íbúð osfrv?

Bjarni said...

Það mætti halda að þú hefðir aldrei hitt bróðir minn. Hann myndi alveg örugglega vilja vera sem næst miðbænum, og ég tel að það sé klárt mál að hann myndi vilja vera í íbúð. Með leiguna það veit ég ekki, hvað er leigan niðri í bæ og ef hún er mjög mikil hvað þarf maður að fara langt frá bænum til þess að komast í eitthvað sem er viðráðanlegt.

Ég á að skrifa bumbu í word verification