Sunday, 3 February 2008

af London

eða öllu heldur á leið til London, í þessum töluðum orðum.

Hef eitt einum 45 tímum í flugvélum eða á flugvöllum undanfarna 11 daga og á eftir amk 5. Tvær uppáhaldsstaðir í lífi mínu, flugvélar og flugvellir.

Mozambík var hress, hressleikinn allsráðandi. Ætla að koma mér soldið heim. Sofa pínulítið og kíkja svo á mindirnar.. er pínulítið aðeins búinn að skoða þær og líst vel á afraksturinn, Kannski maður pósti bara einhverju hér inn annaðkvöld.

Hei já, keirði líka 1700km í 35 stiga hita... íslendingar eru alltaf að monta sig á hitaveitunni okkar, en kuldaveitan í Fordinum er líklegast besta uppgötvun síðan harry potter..

já ogég er í Lisbon, hef nú komið tvisvar til Lisbon, ákafleg hrein flugvallarbiggingin í Lisbon. Einusinni hef ég komið til S-afríku, ég var ákaflega þreittur í þær 60 mínútur sem ég dvaldi þar og get því ekki tekið aðrar áliktanir en að svefnsíki sé landlægt vandamál, allaveganna í terminal 1

3 comments:

beamia said...

ah, jámm flugvellir og flugvélar eru ekki beint skemmtilegustu staðirnir... en ég hlakka til að sjá mósambíkmyndir... góðan sofúrsérflugþreytunasvefn!

sib said...

þú virðist með óráði?

billi said...

gott ef ekki